Æsispennandi saga sem er byggð á sönnum atburðum.
Árið er 1978 og mikil ólga ríkir í Íran. Eftir röð afdrifaríkra atburða í höfuðborg landsins er ljóst að óvild í garð Bandaríkjanna fer vaxandi.
Í umróti byltingar eru tveir bandarískir viðskiptamenn ranglega fangelsaðir. Þegar Ross Perot, stjórnarformaður EDS, fær fréttirnar, leggur hann drög að djarfri áætlun til leysa þá úr haldi.
Í framhaldinu leggur hópur manna upp í áhættusaman leiðangur sem krefst bæði hugrekkis og djörfungar eigi þeir að komast lífs af.
Árið 1986 var gerð sjónvarpsþáttaröð eftir bókinni sem ber sama heiti. Þar fara Burt Lancaster, Richard Crenna og Paul Le Mat með aðalhlutverkin.