Frá meistara njósnasagnanna kemur æsispennandi saga um blekkingarleik ástarinnar.
Erkióvinirnir og njósnararnir Ellis og Jean-Pierre verða báðir ástfangnir af sömu konunni. Jane á erfitt val fyrir höndum, en valið verður enn erfiðara þegar hún ferðast með glænýjum eiginmanni sínum til Afghanistan þar sem þau sitja föst í Ljónadal. Keppinauturinn birtist skyndilega og Jane verður enn og aftur að taka ákvörðun um það hverjum hún getur í raun og veru treyst til að bjarga lífi sínu.
Ævintýraleg ástarsaga frá höfundi Pillars of the Earth.
Upp úr bókinni var unnin stutt sjónvarpsþáttaröð árið 1994.